Hjárómur | Ásta Gísladóttir 
HJÁRÓMUR ForsíðaMeðlimirVerkefni

Ásta Gísladóttir

Sópran

Ásta var í barnakór Seltjarnarness á meðan hún átti heima í þeim bæ. Á árunum 1989-92 var hún þátttakandi í Nemendamótum Verzlunarskóla Íslands og söng þá með kórnum í uppfærslum skólans. Ásta var í Landsvirkjunarkórnum veturinn 1998-99. Árið 2004 hóf hún söngnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og er nú á fjórða ári í því námi. Snemma árs 2006 gekk hún til liðs við sönghópinn Hjáróm og er enn að. Árið 2005 tók hún þátt í Jólaævintýri Hugleiks sem var söngleikur settur upp af leikfélaginu og um haustið 2007 tók hún þátt í óperunni "Die Verschworenen" eftir Schubert í uppsetningu Tónlistarskólans í Reykjavík.

Aftur í félagatal