Hjárómur | Jenný Lára Arnórsdóttir 
HJÁRÓMUR ForsíðaMeðlimirVerkefni

Jenný Lára Arnórsdóttir

Sópran

Jenný byrjaði að syngja 7 ára gömul með barnakór Dómkirkjunnar sem var í raun skólakór Vesturbæjarskóla. Þar söng hún sem best hún gat þangað til hún skipti yfir í skólakór Grandaskóla 10 ára gömul. Um 13 ára aldurinn kom árshlé en eftir það hóf hún söngnám í jazz- og poppstíl hjá Tónlistarskólanum á Laugum undir handleiðslu Margot Kiis. Jenný þandi raddböndin á Laugum í 5 ár, bæði í Tónlistarskólanum og í mörgum uppsetningum á vegum Leikdeild Eflingar, þar á meðal Fiðlaranum á Þakinu og söngleikjadagskrá sem samanstóð af lögum úr Jesus Christ Superstar, My Fair Lady, Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat auk nokkurra annarra.

Árið 2004 flutti Jenný tilbaka í borgina og hóf þá nám í Söngskólanum í Reykjavík og stundar hún enn nám þar. Kennari hennar er Signý Sæmundsdóttir og stefnir Jenný á að taka framhaldspróf næsta haust.

Jenný er meðlimur í leikfélaginu Hugleik og hefur þar sungið í Jólaævintýri Hugleiks og á nokkrum mánaðarlegum uppákomum félagsins. Jenný er einnig meðlimur í Óperukórnum í Reykjavík og með þeim hefur hún sungið m.a. Carmina Burrana, Requiem eftir Mozart og 9. Sinfóníu Beethovens, sem kórinn flutti á sérstökum tónleikum í St. Pétursborg í Rússlandi. Hún hefur einnig sungið í kórum í óperuuppsetningum á vegum Sumaróperunnar og Óperustúdíós Íslensku Óperunnar.

Aftur í félagatal