Hjárómur | Hulda B. Hákonardóttir 
HJÁRÓMUR ForsíðaMeðlimirVerkefni

Hulda B. Hákonardóttir

Alt

Söng í hljóði þar til Hugleikur ákvað að Málfríður biskupsdóttir ("Sagan af Sveini sáluga..." 1991) þyrfti að fá að kveina vælið um "Tæfuna" ógurlegu í gegnum hana. Til að jafna sig á þeirri reynslu gekk Hulda í kirkjukór og söng þeim himnafeðgum og öllu þeirra slekti til dýrðar í ein þrjú ár. Frá 1997 hefur hún verið í sveit hjá Söngsveitinni Fílharmóníu. Hefur þess utan troðið upp með Tampax-tríóinu og iðulega tekið lagið með öðru heimilislegu tríói sem ýmist kennir sig við Skaftahlíð eða lítinn kvartett. Naut handleiðslu í söng hjá dr. Þórunni Guðmundsdóttur um nokkura ára bil.

Aftur í félagatal