Hjárómur | Fríða Bonnie Andersen 
HJÁRÓMUR ForsíðaMeðlimirVerkefni

Fríða Bonnie Andersen

Alt

Hóf söngferil sinn í Bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar, tveggja ára gömul, með flutningi vinælasta dægurlags þess tíma “Hey there Georgy girl”. Fékkst að mestu við sönglúðra á sínum unglingsárum þar til hún gekk til liðs við Mótettukór Hallgrímskirkju. Fríða var ein af stofnfélögum kórsins 1982 og söng meðal annars við vígslu Hallgrímskirkju við hátíðlega athöfn. Eftir að hún yfirgaf Mótettukórinn fann hún sér annan farveg til söngs og tónlistariðkunnar í röðum Hugleiks en þar hefur hún starfað samfleytt frá árinu 1992 og tekið þátt í flestum aðaluppfærslum leikfélagsins. Nokkuð hefur verið um sönghlutverk á þessum ferli. Loks má nefna að Fríða er ein af Tampax-systrum ásamt Huldu Hákonardóttur og Þórunni Guðmundsdóttur. Hafa þær bæði troðið upp einar og sér en einnig verið með innlegg í veglegum dagskrám Hugleiks við ýmis tækifæri.

Fríða er ein af stofnfélögum söngsveitarinnar Hjáróms.

Aftur í félagatal