Hjárómur | Sigurður H. Pálsson 
HJÁRÓMUR ForsíðaMeðlimirVerkefni

Sigurður H. Pálsson

Bassi

Sigurður hlaut kóruppeldi sitt í kórunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð á árunum 1985-1991. Hann var félagi í Mótettukór Hallgrímskirkju 1996-2003. Þá hefur hann komið fram með ýmsum fleiri kórum, svo sem World Youth Choir, Schola cantorum, Hljómeyki, kór Sumaróperunnar, kór Leikfélags Reykjavíkur og Landsbankakórnum.

Eins og flestir aðrir í Hjárómi hefur Sigurður hafið upp raust sína í sýningum Hugleiks, svo sem: Kolrössu, Undir hamrinum, Sirkus, Jólaævintýri Hugleiks og Eplum og eikum. Exótískasta framlag hans hingað til er sólóflutningur á Rís þú unga Íslands merki með arabískum hreim í sýningunni Patataz.

Ennfremur var Sigurður á árunum 1985-88 forsöngvari niðurrifspopphljómsveitarinnar Mosa frænda.

Aftur í félagatal